Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 00:36

Þórður Rafn komst ekki á Alps Tour

Þann 15.-17. desember s.l. fór fram úrtökumót á Alps Tour Golf mótaröðina og tók Þórður Rafn Gissurarson, GR,  þátt í því.

Úrtökumótið fór fram á Asia golfvelli La Cala á Mijas Costa á Spáni, sem er par-72 og 5925 metra langur, fyrri daginn og Evrópu golfvellinum, par-71, seinni daginn. Þátttakendur voru 144.

Frá La Cala

Frá La Cala

Leiknir voru 2 hringir og eftir það skorið niður.

Þórður Rafn lék hringina tvo á samtals 7 yfir pari, 150 höggum (79 71) og munaði aðeins 1 höggi að hann kæmist áfram gegnum niðurskurð og má segja að fyrri hringurinn á Asíu, hjá Þórði Rafni hafi gert útslagið á að hann komst ekki áfram.

Sjá má úrslitin á Alps Tour úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: