Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2014 | 17:00

Þórður Rafn í 42. sæti e. 2. dag úrtökumótsins á Frilford Heath

Þórður Rafn Gissurarson, GR, er í 42. sæti eftir 2. dag 1. stigs úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Frilford Heath Blue, í Englandi.

Aðeins 21 efstu komast áfram á næsta stig úrtökumótsins.

Þórður Rafn er búinn að spila á samtals sléttu pari, 144 höggum (72 72) og er aðeins 2 höggum frá því að ná hópi 21 efstu.

Dagurinn á morgun verður því mikill presudagur fyrir Þórð Rafn.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag úrtökumótsins á Frilford Heath  SMELLIÐ HÉR: