Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2021 | 09:30

Thorbjørn Olesen með Covid-19

Thorbjørn Olesen hefir dregið sig úr móti vikunnar á Evróputúrnum,Abu Dhabi HSBC Championship, þar sem hann greindist jákvæður fyrir COVID-19.

Hann greindist áður en hann ferðaðist til Abu Dhabi.

Hann er sem stendur að klára sóttkví og hefir notið stuðnings læknateymis Evrópmótaraðar karla.

Í stað hans mun Calum Hill frá Skotlandi keppa í mótinu.

Síðast komst Olesen í fréttirnar (2019) vegna meints kynferðisbrots, ölvunar og ósæmilegrar hegðunar á almannafæri þegar hann ferðaðist frá Bandaríkjunum til Englands, þar sem hann býr.  Var honum í kjölfarið vikið af Evróputúrnum meðan mál hans var fyrir dómi – en var við það að fara að spila aftur … en það verður víst enn bið á því.