Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 01:00

Thomas Björn og Jim Furyk fyrirliðar næstu Ryder bikar keppni 2018

Jim Furyk hefir verið útnefndur fyrirliði Bandaríkjanna fyrir Ryder bikarinn 2018, en Ryderinn fer fram á  Le Golf National í Paris, á næsta ári, 2018.

Varafyrirliði Bandaríkjanna og Furyk til halds og trausts verður Davis Love III, sem verið hefir fyrirliði tvívegis; fyrst fyrir tapliði Bandaríkjanna þegar liði Evrópu tókst „kraftaverkið í Medinah“ og síðan í sigurliði Bandaríkjanna á síðasta ári þegar lið Bandaríkjanna sigraði lið Evrópu 17-11 í Hazeltine á heimavelli.

Furyk hefir tvívegis verið í sigurliði Bandaríkjanna af þeim 9 skiptum sem hann hefir spilað í Rydernum.

Ég fær hroll þegar ég hugsa um öll þau mót sem ég hef verið svo hepppinn að fá að taka þátt í. Að sitja hér sem fyrirliði (liðs Bandaríkjanna í Rydernum) 2018 er þvílíkur heiður,“ sagði hann m.a. þegar honum var tjáð að hann yrði næsti fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum.

Daninn Thomas Björn var útnefndur fyrirliði liðs Evrópu í síðasta mánuði – Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Furyk, sem er sigurvegari Opna bandaríska 2003, hefir spilað í öllum Ryder bikurum frá 1997-2014 og var varafyrirliði Love, þegar lið Bandaríkjanna sigraði s.l. októger.

Furyk bætti við: „Þetta er þvílíkur heiður. Ég er sannast sagna svolítið gagntekinn. Það er ekkert leyndarmál að þetta hefir verið uppáhalds viðburðurinn gegnum allan feril minn. Að mínu áliti hefur Ryderinn innfalið í sér allt sem er sérstakt við golf.“

Furyk, the 2003 US Open champion, played in every Ryder Cup from 1997 to 2014 and was one of Love’s assistants for October’s triumph.

Ryderinn 2018 fer nú fram í París eins og áður segir á Le Golf National 28.-30. september á næsta ári.