Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 12:00

Thomas Björn og Jim Furyk endurtaka golfsöguna í Eiffel turninum!

Fyrirliðar liðanna í Ryder bikarnum 2018, þ.e. liðs Evrópu Thomas Bjørn og liðs Bandaríkjanna Jim Furyk, endurtóku í dag, 17. október 2017 sögulega stund með því að slá golfboltum af Eiffel turninum í París, 41 ári eftir að hinn goðsagnarkenndi Arnold Palmer varð hinn fyrsti og eini til þess að gera svo.

Bjørn og Furyk slógu golfboltum af 1. hæð Eiffel turnsins í átt að  Champs de Mars og endurtóku þar með það sem Palmer gerði, en Arnie var tvívegis fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Rydernum og þar að auki 7-faldur risamótssigurvegari.

Konungurinn tíaði upp í Eiffelturninum 14. október 1976.

Ryder bikarinn 2018 fer fram á Le National vellinum glæsilega í París 28.-30. september 2018.

Poki konungsins var við hlið fyrirliðanna þegar þeir endurtóku söguna, í virðingarskyni við Arnie, sem lést á síðasta ári þegar Ryderinn 2016 fór fram á Hazeltine National.

Bjørn sagði: „Það er sem við höfum langan lista af einstakri reynslu aðeins þessa síðustu tvo daga, en að slá bolta af Eiffel turninum var ansi sérstakt. Ég sá myndina af Arnold Palmer fyrir nokkru og að endurtaka það fyrir Ryderinn og Frakkland sýnir hversu stór keppni Ryderinn er og hversu mikið Frakkar eru að leggja sig fram. Þetta var frábær reynsla fyrir Jim og mig

Fyrr um daginn snæddu fyrirliðarnir með franska forsetanum, Emmanuel Macron í Palais de L’Eysee, þar sem þeir afhentu honum sérstakan Ryder Cup golfpoka með bandaríska merkinu á einni hlið og því evrópska á hinni hliðinni.

Furyk sagði: „Það er aðeins einn Arnold Palmer, en það var heiður fyrir Thomas og mig að vera hluti af þessu, að slá bolta af Eiffel turninum og öllu öðru sem við höfum gert. Frakkland hefir svo sannarlega rúllað út rauða teppið fyrir okkur, þannig að ég verð að þakka Ryder Cup Europe og alla sem hafa unnið að þessu.“

„Við snæddum að Versölum í gærkvöldi og með forsetanum í morgun og nú erum við að slá golfbolta af Eiffel turninum. þetta er ótrúlegt. Ég þarf að klípa mig – þetta virðist eins og úr ævintýri, en það sýnir hversu stór keppni Ryder bikarinn er og hversu mikilvæg keppnin er Frakklandi og að sýna hversu fallegt þetta land er og hversu dásamleg París er.