Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 10:00

Þó Tiger hafi dregið sig úr PGA Championship er það ekki endir ferils hans!!!

Tiger Woods tilkynnti nú nýverið að hann hygðist ekki taka þátt í PGA Championship, sem er 4. og síðasta risamótið á árinu.

Margir voru í kjölfarið með dauðadagsspár um að nú væri ferill Tiger endanlega á enda. Hann er orðinn 40 ára og ….

hann er einfaldlega ekki kominn á það stig að keppa meðal þeirra allra bestu enda hefir hann verið að jafna sig eftir erfiða bakuppskurði.

En … Phil Mickelson, 46 ára, sýndi og sannaði á Opna breska 2016 jafnvel maður sem er 5 árum eldri en Tiger á margt eftir inni og enginn á leið með að afskrifa hann, þ.e. að hann geti blandað sér í toppbaráttu í hvaða móti sem er.

Þannig að þegar bakið á Tiger er orðið samt aftur … þá ættu aðrir að fara að vara sig.

Hér er ágætis grein Sportingnews, þar sem greinarhöfundur virðist á sömu skoðun SMELLIÐ HÉR: