Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2011 | 08:39

Þing Golfsambands Íslands hefst í dag

Þing Golfsambands Íslands verður haldið í dag, 19. nóvember 2011, í  Fjölbrautarskólanum í Garðbæ og hefst stundvíslega kl. 10:00 með skýrslu forseta GSÍ.

Eiginlega var tekið forskot á sæluna í gær, 18. nóvember þegar GSÍ var með ráðstefnu milli 16:00 – 19:00 þar sem tekin var til umfjöllunnar rekstur golfklúbba.

Golfþing er haldið annað hvert ár og er þá kosið í stjórn GSÍ og önnur helstu embætti GSÍ. Jafnframt fara á þinginu fram umræður um  mótun framtíðarstefnu íslensks golfs. Fyrir tveimur árum tóku 130 manns þátt á þingi GSÍ, sem þá var haldið í Laugardalshöll og er búist við fleiri þátttakendum í ár, enda fer vegur golfíþróttarinnar vaxandi.