Þið vitið líklega ekki hver er valdamesti maðurinn í golfinu… (n.b. það er ekki Trump!)
Golf Inc. magazine hefir tekið saman hverjir eru valdamestu menn í golfinu á heimsvísu – sjá með því að SMELLA HÉR:
Þið vitið e.t.v hver er nr. 2 í heimi yfir valdamestu menn í golfinu: Donald Trump en þið þekkið e.t.v. ekki þann sem er nr. 1 þ.e. Eric Affeldt. Hann er forstjóri ClubCorp, sem fyrir ári síðan keypti 54 golfvelli í gegnum $ 265 milljóna fjárfestingu sína í Sequoia Golf. Skv. Golf Inc. er Affeldt sá eini sem er valdameiri í golfinu en sjálfur Trump!
Listinn er í raun svolítið tvískiptur þ.e. milli kylfinga sem allir kannast við s.s. nr. 4 á listanum Jack Nicklaus og nr. 5 Tim Finchem) til annarra nafna sem einungis eru þekktar innan golfgeirans (s.s. nr. 3 á listanum Dana Garmany, sem er forstjóri Troon Golf, Nr. 6 Peter Hill sem er forstjóri og nefndarmaður í Billy Casper Golf).
Þetta er allt skiljanlegt í ljósi þess að Golf Inc. er tímarit sem kemur út ársfjórðungslega og færir okkur „það nýjasta í þróun, sölu og stjórn á golfvöllum.“
Allir efstu 30 á listanum eru karlmenn, sem hafa áhrif á og móta golfleikinn í mismikið áberandi hætti.
Meðal annarra áhrifamanna í golfheiminum eru Mike Davis hjá USGA (bandaríska golfsambandinu) hann er í 7. sæti; Peter Dawson, hjá R&A (sem er í 13. sæti); forseti PGA of America, Tom Bishop (í 22. sæti) og framkvæmdastjóri Evróputúrsins, George O´Grady (23. sæti).
Það er aðeins einn maður á listanum af golffréttamönnum (það er forseti Golf Channel; Mike McCarley, sem er í 16. sæti); einn arkítekt (hönnuður Ólympíu golfvallarins) Gil Hanse, sem er í 20. sæti og aðeins 2 kylfingar sem enn keppa þ.e. Rory McIlory í 19. sæti og Tiger sem er í 29. sæti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
