Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 10:00

Þið trúið ekki hvað Augusta National borgaði plötubúð f. að flytja úr nágreninu

Augusta National golfklúbburinn er sá golfklúbbur, sem þeir, sem listaðir eru í FORTUNE 500, eru meðlimir í.

M.ö.o. ríkustu menn og (nú nýverið (tvær) )ríkustu konur heims eru meðlimir.

Í nágrenni við golfvöll Augusta National hefir plötuverslunin Jay’s Music Center verið í um 25 ár.

Klúbburinn gegnum  Berckman Residential Properties LLC hefir nú keypt plötuverslunina fyrir litlar $ 5,35 milljónir (604,55 milljónir íslenskra króna) eða fyrir yfir hálfan milljarð íslenskra króna sem er 8 sinnum virði eigna þarna um slóðir.

Sagt er að golfklúbburinn hafi fest kaup á plötuversluninni til þess að búa til fleiri bílastæði fyrir þá sem koma til að fylgjast með The Masters risamótinu og sagði Dough Frohman fyrrum eigandi Jay´s Music í viðtali við The Chronicle að í skilmálunum stæði að verslunina yrði að rýma þá þegar svo hægt væri að hefja framkvæmdir við bílastæðin, sem verða að vera til fyrir apríl, þegar fyrsta risamót ársins 2017 fer fram.