Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2017 | 11:45

The Voice dómarinn Gavin Rossdale skiptist á SMS-um v/ fyrrum eiginkonu Tiger

The Voice dómarinn (í enska The Voice), sem jafnframt er þátttarstjórnandi „Good Morning Britain“ Gavin Rossdale hefir látið hafa eftir sér í viðtali að hann og fyrrum eiginkona Tiger, Elin Nordegren, hafi verið að skiptast á SMS-um.

Elín Nordegren.

Elín Nordegren.

Rossdale sagði að sameiginlegur vinur hefði kynnt þau en hann áliti að þau væru hið fullkomna par.

Rossdale, 51 árs sagði í viðtali við The Sun: „Vinur okkar sagði: „Þú verður að hitta Elínu. Hún er ótrúleg.“ Hann var að reyna að koma okkur saman.

Þannig að ég sendi henni nokkur SMS til þess að segja hæ. Hún býr í Flórída. Hún er virkilega frábær. En ég hef aldrei hitt hana.“

Gavin Rossdale á 3 syni með fyrrum eiginkonu sinni Gwen Stefani (sem líka er The Voice dómari í bandaríska Voice):
Kingston, 10 ára, Zuma, 8 ára og Apollo, 3 ára; og hann viðurkennir að kaótískt líf hans kynni e.t.v. að fæla hana frá.

Hann útskýrði: „Ég horfi á strákana mína hlaupa um húsið með byssur, hendandi fótboltum og hugsa með mér: Hvernig getur nokkur lifað þetta af?

Og það gæti meira en vel skeð að ég yrði að segja: „Ó fyrirgefðu, en einhver settist á sólgleraugun þín.“

„Og þessi s.l. 2 ár að vera ekki með neinum – ég hef haft gott af þeim

Rossdale sagði loks að þó skilnaðurinn hefði valdið honum „mikinn sársauka og sorg“ þá fyndist honum hann hafa fengið annað sjónarhorn á lífið við það.