Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2015 | 17:45

The Masters 2015: Tiger og Sergio Garcia nýfarnir út

Tiger Woods og Sergio Garcia hafa oft eldað grátt silfur saman.

Því er býsna sérstakt að þeir skulu vera paraðir saman nú á 3. hring á The Masters, en kapparnir fóru út kl. 13:15 að staðartíma í Augusta, Georgíu,  þ.e. kl. 17:15 að okkar tíma (fyrir 1/2 tíma síðan).

Garcia tvítaði um pörunina í gær en þar sagði:

„It was gonna happen at some point sooner or later! Paired with @TigerWoods tomorrow but don’t you worry guys, I’m sure we’ll both be fine“

(Lausleg þýðing: Það hlaut að koma að þessu á einhverjum puntki fyrr eða seinna! Paraður með @TigerWoods á morgun, en hafið ekki áhyggjur, ég er viss um að það verður í lagi með okkur báða.“

Alls hafa þeir Tiger og Garcia verið paraðir saman í mótum í 21 skipti  á ferlum sínum.

Mörgum er minnisstætt þegar  allt fór í bál og brand milli þeirra á 3. hring The Players árið 2013 eins og frægt var þar sem Garcia ásakaði Tiger um að vera að trufla sig á teig – og Garcia var síðan með það sem túlkað var sem kynþáttafordómar við Tiger, þar sem hann sagðist munu bjóða honum upp á djúpsteiktan kjúkling. Sjá nánar með því að SMELLA HÉR:  og með því að SMELLA HÉR: