The Masters 2015: Stenson gerir sér litar vonir um sigur eftir flensu
Nr. 2 á heimslistanum Henrik Stenson er afslappaður yfir öllu varðandi The Masters risamótið og segir vonir sínar um sigur „flognar út um gluggann.“
Það er vegna þess að hann fékk svæsna flensu og varð að draga sig úr Houston Open í síðustu viku, en hann hefir samt lítið getað æft í viku fyrir mótið. Í staðinn hefir hann lagt áherslu að ná sér almennilega eftir flensuna og er enn ansi slapplegur og ekki í besta formi sínu.
Stenson hefir samt gengið ágætlega í s.l. 3 mótum þar sem hann varð fjórði, fjórði og í 2. sæti – og í Arnold Palmer Inv. rann sigurinn í mótinu rétt úr greipum honum.
Um leik sinn sagði Stenson: „Leikurinn minn var í ágætis standi og ég var jafnvel í fríi með fjölskyldunni en fékk síðan flensu. Mér er að batna hægt en örugglega, en var býsna veikur í 4 daga.“
„Ég er bara að reyna að spara kraftinn eftir því sem líður á vikuna og vonandi á ég eitthvað eftir fyrir helgina þegar ég þarfnast hans mest og vil hann.„
„Það er þó betra að hafa verið veikur í síðustu viku en ef ég hefði verið veikur í þessari, því þá væri ég ekki hérna. Þannig að maður verður bara að taka því slæma með því góða að gera það besta úr þessu.“
„Augusta verður hér á næsta ári, býst ég við. Annars höfum við Opna bandaríska, sem ég ætla að reyna að einbeita mér að og vonandi fæ ég ekki líka flensu fyrir það mót.„
„Þannig að ég er afslappaður og ætla bara að gera mitt besta miðað við aðstæður.“
„Þetta er risamótið þar sem mér hefir ekki enn tekist að vera meðal efstu 10, þannig að ég er að reyna við það,“ sagði Stenson.
„Mér finnst að ég ætti að hafa staðið mig betur, en það hefir bara ekki gerst. Það er þess vegna sem við erum hér að reyna að breyta því.„
„Ef maður er ekki skarpur á flötunum, þá skína í gegn (afleiðingar flensunnar) og ég hef átt nokkur svona mót áður. Og mér finnst eins og ég hafi komið hingað oft áður án þess að vera með frábæran leik. En þetta er ekki staðurinn (Augusta National) þar sem maður finnur hann (leik sinn) aftur!„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
