Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2015 | 21:30

The Masters 2015: Stenson fúll á 15. – braut kylfu – Myndskeið

Nr. 2 á heimslistanum, Henrik Stenson, er ekki maður lítilla skapsmuna.

Fyrirfram var vitað að hann yrði ekki í sínu besta formi í þessu móti því hann er nýstiginn upp úr svæsinni flensu og hefir ekkert verið að æfa að undanförnu.

Á 15. braut var Stenson nóg boðið og slæmur hringur hans var farinn í taugarnar á honum.

Hann braut kylfu eftir að 2. högg hans fór í tré og það 3. í vatnshindrun.

Og allt auðvitað tekið upp og má sjá myndskeið af þessum slæma degi Stenson, þar sem hann braut kylfu á The Masters með því að SMELLA HÉR: