Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2015 | 23:00

The Masters 2015: Spieth efstur e. 1. dag

Það er bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth sem leiðir eftir 1. dag á The Masters risamótinu.

Spieth lék Augusta National á 8 undir pari, 64 höggum.  Ekkert smá glæsilegur árangur þetta!!!

Í 2. sæti 3 höggum á eftir eru 4 kylfingar: Ernie Els, Charley Hoffman, Justin Rose og Jason Day, allir á 5 undir pari, 67 höggum.

Nr. 1 á heimslistanum, Rory er enginn „bráð“ þ.e. enginn er að eltast við hann, en Rory er á 1 undir pari, 71 höggi og T-18 e. 1. dag.

Tiger sem vann svo mikið í leik sínum til að koma aftur í keppnisgolfið lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-41.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á The Masters SMELLIÐ HÉR: