Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 14:00

The Masters 2015: Rose heitur!

Justin Rose er nú í 2. sæti fyrir lokahringinn á The Masters risamótinu.

Hann er 4 höggum á eftir forystumanninum, Jordan Spieth, búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (67 70 67)

Þetta verður mikil reynsla á morgun (þ.e. í dag), stórkostleg reynsla,“ sagði Rose eftir 3. hring, í gær. „Jordan er að spila ótrúlegt golf. Það verður frábært að fylgjast með honum og reyna að halda í við hann.“

Rose hefir unnið a.m.k. eitt PGA Tour mót á hverju s.l. 5 ára  þ.á.m. Opna bandaríska risamótið 2013 í Merion.  Hann  hefir ekkert verið sérlega heitur á þessu keppnistímabili; hann hefir ekki komist í gegnum niðurskurð 3 sinnum í þeim 6 mótum sem hann hefir spilað í og besti árangur hans í mótum er T-37 árangur á Shell Houston Open.

En nú blómstrar Rose; hann er í tveimur orðum sagt sjóðandi heitur!!!

Það eru svona atriði eins og glompuhöggið sem fór beint ofan í sem er bónus og augljóslega fuglinn á 18. holu,“ sagði Rose sem varð T-14 á síðasta Masters móti. „Ég sló tvö góð högg og setti niður fallegt pútt, en þetta eru bara bónus fuglar. Maður býst ekkert við að fá fugl á 18. braut.“

Það var fínt að halda þolinmæðinni og uppskera með „heitum“ endi. Það er frábært og færði mér frábært tækifæri á morgun.“ sagði Rose loks eftir 3. hringinn í gær.

Svo er bara að sjá hvað gerist á hring þeirra Spieth kl. 19:00 í kvöld!