Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 13:00

The Masters 2015: Rástímar og paranir f. 4. hring

Fyrstur út á lokahring Masters fer út tælenski kylfingurinn Thongchai Jaidee og það kl. 10 að staðartíma, sem er kl. 14 að íslenskum tíma eða eftir  1  tíma.

Næstur á eftir honum fara út fyrirliði Ryder bikarsliðs Evrópu, Darren Clarke og Fidji-eyingurinn Vijay Singh, en ræst er út með 10 mínútna millibili.

Rory og Tiger fara út kl. 14:30 eða kl. 18:30 að íslenskum tíma og verður spennandi að fylgjast með þeim.

Lokahollið sem í eru Justin Rose (2. sætið) og (forystumaðurinn) Jordan Spieth fer ekki út fyrr en kl. 14: 50 að staðartíma eða rétt fyrir kvöldmatarleytið hér á Íslandi (kl. 19:00)

Til þess að sjá rástíma og paranir á lokahring The Masters 2015 SMELLIÐ HÉR: