Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2015 | 21:00

The Masters 2015: Jordan Spieth tjáir sig um nýtt 36 holu met sitt á Masters – Myndskeið

Jordan Spieth átti hreint magnaðan 2. hring á The Masters og er búinn að stinga alla hina af og hafi einhver haldið að 64-högga hringur hans í gær hafi verið eitthvert grís þá þarf sá hinn sami að endurhugsa málið eftir daginn í dag.

Spieth lék 2. hring á Masters í dag á 66 glæsihöggum og er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum  (64 66)!!!

Með þessu sló Spieth 36-holu skora meti sem Raymond Floyd setti  The Masters 1976, en hann lék fyrstu tvo hringi á samtals 131 höggi!

Þvílíkur hringur hjá Spieth – hann skilaði skollalausu skorkorti; var með hvern glæsifuglinn (alls 6) á fætur öðrum.

Alls hefir hann fengið 15 fugla í mótinu núna og aðeins 1 skolla.

Ég verð bara að halda haus og setja sjálfum mér markmið,“ sagði Spieth m.a. eftir hringinn glæsilega. „Hver veit hvað gerist um helgina hérna. Þeim líkar ekki við lág skor hér þannig að þeir auka kannski hraða flatanna hér. Það verður e.t.v. meira krefjandi hér um helgina og ég verð að vera tilbúinn í það.“

Hér má sjá viðtal við Spieth eftir frábæran 2. hring í dag á The Masters SMELLIÐ HÉR: