Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2015 | 22:15

The Masters 2015: Grand Slam draumar Rory úr sögunni

Grand Slam klúbburinn þarf ekki að hafa áhyggjur að rýma til fyrir nýjum félaga … a.m.k. um þessa helgi.

Rory McIlroy kom á Augusta National og vonaðist til þess að verða aðeins 6. kylfingurinn í sögu golfsins til þess að sigra í öllum 4 risamótunum.

Hann var þegar kominn í vandræði eftir 1. dag – lék á 1 undir pari, 71 högg – var 7 höggum á eftir forystunni Jordan Spieth.

Þegar Rory tíaði upp á 1. teig Augusta var hann þegar kominn tveggja stafa tölu á eftir Jordan Spieth.

Hann spilaði í eins og sá sem veit að hann á engan sjéns, fékk 3 skolla og 1 skramba og var kominn 4 yfir par, 40 högg á fyrri 9.  Á þeim tíma var Rory heilum 17 höggum á eftir Spieth. Hann reyndi að spila vel seinni 9 til þess að komast í gegnum niðurskurð …. en það virðist rétt hafa tekist (ekki ljóst samt enn því ekki allir hafa lokið leik).

Grand Slamið verður bara að bíða fram til næsta árs á Augusta.

Sem stendur eru aðeins 5 menn sem hefir tekist að sigra á öllum 4 risamótunum:  Jack Nicklaus, Gary PlayerTiger Woods, Ben Hogan og Gene Sarazen þ.e. á the Masters, U.S. Open, British Open og PGA Championship. Bobby Jones tókst þetta í fyrri afbrigði af Slam-inu 1930: U.S. Open, British Open, U.S. Amateur og  British Amateur.