Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 09:45

The Masters 2015: Blaðamannafundur með Spieth e. 3 hring – Myndskeið

Eftir metheildarskor Jordan Spieth upp á 16 undir pari, 200 höggum (64 66 70) var efnt til blaðamannafundar.

Á fundinum sagði Spieth m.a. að það hefðu verið vonbrigði að hafa verið á 4 undir fyrir 17. holu og hafa síðan lokið 3. hring á 2 undir pari, 70 höggum.

Hann sagði líka að í raun væri hann samt ánægður því skorið hefði getað verið mun verra og var ánægður með björgun á 18. holu.

Spieth sagði að sér hefði liðið vel alla mótsdagana en erfitt hefði verið að vera með mikla forystu.

Gott hefði verið að sjá mörg pútt detta, en á hinn bóginn hefði verið erfitt að þurfa að setja þau niður, á lokahringnum yrði hann bara að koma sér í þá stöðu að eiga auðveldari pútt eftir (ens. tap-in putts).

Hér má sjá myndskeið frá blaðamannafundi forystumanns 1., 2. og 3. hrings á The Masters 2015 Jordan Spieth – Til þess að sjá SMELLIÐ HÉR