Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 20:00

The Masters 2015: Allir farnir út lokahringinn – Fylgist með hér!

Nú eru allir farnir út á lokahring The Masters og úrslit nálgast í fyrsta risamóti ársins, með hverri holunni sem spiluð er.

Síðasti ráshópur, þeirra Justin Rose og Jordan Spieth fór út fyrir um 1 klst síðan.

Eftir 5 holu leik leiðir Spieth enn, en Rose er búinn að saxa á forystuna nú munar aðeins 3 höggum milli þeirra og 13 holur eftir!!!

Heldur Spieth þetta út? Spennan magnast með hverri holunni! Tekst Spieth að yfirvinna gamlar, vondar minningar af því þegar hann tapað forystunni á 7. holu fyrir Bubba Watson í fyrra,  eða gerist þa sama nú fyrir reynsluboltanum Rose?  Svarið fæst næstu 30 mín!

Til þess að fylgjast með skorinu á The Masters 2015 SMELLIÐ HÉR: