Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 05:00

The Masters 2014: Rástímar og paranir á 1. hring

The Masters risamótið hefst í dag kl. 7:45 á Augusta National (þ.e. kl. 11:45 að íslenskum tíma) með því að Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink og Ástralinn Tim Clark hefja leik.

Síðan fer hvert 3 manna hollið út með 11 mínútna millibili.

Sumir ráshópar eru áhugaverðari en aðrir og eiga eflaust eftir að fá mestu athyglina en það eru t.a.m.:

Adam Scott, Jason Dufner og áhugamaðurinn enski M. Fitzpatrick, sem segja má að hafi dottið í lukkupottin með hollið sitt (fara út kl. 10:41 að staðartíma – kl. 14:41 að íslenskum tíma).

Annað holl sem vert er að fylgjast með er strax 11 mínútum á eftir en í því eru Rory McIlory, Patrick Reed og Jordan Spieth og….

Bubba Watson, Luke Donald og Sergio Garcia (fara út kl. 13:15 að staðartíma þ.e. kl. 17:15 að íslenskum tíma).

Svo eru tvö síðustu hollin líka spennandi, þ.e. Phil Mickelson, Ernie Els og Justin Rose (fara út kl. 13:48 að staðartíma þ.e. kl. 17:48 að íslenskum tíma) og síðan síðasti ráshópurinn Harris English, Lee Westwood og Russel Henley, sem fara 11 mínútum síðar.

Til þess að sjá hverjir raðast hafa saman í ráshópa og rástíma á 1. og 2. hring The Masters SMELLIÐ HÉR: