Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2012 | 11:20

The Masters 2012: Steini Hallgríms: „Flestir veðja á Tiger, Phil, Rory eða Luke“

Nú rétt fyrir skemmstu var Þorsteinn Hallgrímsson, sem er ásamt Friðrik Þór Halldórssyni, kvikmyndatökumanni Stöðvar 2, staddur á Augusta National að „pósta“ eftirfarandi á Facebook:

 • „Vá hvað það var magnað að labba niður með 11.brautinni og að horfa að 12.flötinni. Geðveikt. Spennan hérna fyrir mótinu er nánast áþreyfanleg og flestir veðja á Tiger, Phil, Rory eða Luke.“

  Golf 1 vill leyfa sér að bæta Hunter Mahan, Martin Kaymer og Adam Scott við listann.

  Það er frábært að hugsa til Steina í „Amen Corner“ en brautirnar sem hann er að tala um hér að ofan 11. og 12. eru fyrstu tvær brautirnar á þessum fræga 3 holu spotta Augusta National. Golf 1 var með eftirfarandi lýsingu á brautunum sem Steini talar um í gær:

  11. braut  (White Dogwood), 505 yardar (462 metrar), par-4: Þetta er fyrsta brautin á hinni frægu „Amen Corner” þrennd, þessi braut hefir vakið skelfingu allt frá því teigurinn var færður aftar 10-15 yarda (9-14 metra), trjám bætt við niður eftir til hægri og brautinni sveigt til vinstri. Það er vatn fyrir framan og til vinstri.

  11. braut Augsta National - White Dogwood par-4 Fyrsta brautin í Amen Corner

  12. braut  (Golden Bell), 155 yardar (142 metrar), par-3: Þetta er líklega þekktasta par-3 brautin í öllu golfi. Mjög þröngt skotmark, vatn fyrir framan, vandræði að aftan. Á þessari braut hafa skorin verið æði misjöfn, allt frá ásum til 13 högga Tom Weiskopf árið 1980. Hér er kylfuvalið erfitt.

  Golden Bell - par-3 brautin í „Amen Corner" er líklegasta ein frægasta par-3 braut í öllu golfi.

  Brautin sem Steini sleppti að minnast á er 3. brautin í Amen Corner:

  13. braut (Azalea) 510 yarda (466 metra), par-5: Þetta er hin fræga alparósarbraut. Hér þarf að vera nákvæmur af teig og slá á miðja braut til þess að viðkomandi kylfingur hafi færi á að vera inni á flöt í 2 höggum á þessum skarpa „dogleg”, en þetta er heilmikil spákaupmennska eftir að teigarnir voru fluttir aftur árið 2003. Rae áin rennur fyrir framan flötina og svo eru 4 sandglopmur fyrir aftan hæðótta flötina sem er á 4 stöllum.

  Alparósarbrautin á Augusta National (Azalea) 13. brautin