Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2012 | 10:00

The Masters 2012: Sergio Garcia: „Ég er ekki nógu góður til að vinna risamót“

Þegar Sergio Garcia var kominn í gegnum niðurskurð á The Masters var hann spurður að því hvort Masters væri sísta risamótið sem hann myndi sigra. Svar hans: „Þetta er það mót sem mér hefir gengið verst á, líklega.“ A.m.k. á föstudag átti hann smá sjéns.

Einum degi seinna með hring upp á 75, sem kom hún úr keppni um efsta sætið talaði Garcia við blaðamenn á Augusta National og sagði að hann sér finndist sem hann hefði ekki það sem þyrfti til að sigra á risamóti.

„Ég er ekki nógu góður… ég hef ekki það sem ég þarfnast,“ sagði Garcia. „Á 13 árum (sem atvinnumaður) þá er niðurstaðan sú að ég spila um 2. eða 3. sætið.“

„Um 2. eða 3. sætið á Augusta, var hann þá spurður að?

„Nei, nei, nei,“ svaraði Garcia. „Í hvaða risamóti sem er. Ég hef átt mín tækifæri. Ég hef átt þau gullin en hef klúðrað þeim öllum.“

Þetta er 14. Mastersmótið sem Garcia tekur þátt í.  Besti árangur hans er T-4 árangur 2004, þegar hann átti lokahring upp á 66. Síðan þá hefir hefir hann þrívegis ekki komist í gegnum niðurskurð og besti árangur hans ekki verið betri en T-35.  Sem stendur er hann T-19, fyrir lokahringinn í dag, 8 höggum á eftir forystumanninum, Peter Hanson.

Sergio Garcia hefir komist nálægt því að sira risamót. Hann varð í 2. sæti á eftir Tiger Woods í PGA Championship, 1999 og tapaði í umspili á móti Pádraig Harrington á Opna breska 2007 og var T-2 á eftir Harrington 2008.

Og hvað ef ferli hans lýkur án þess að hann hafi sigrað á risamóti?

„Ég get lifað án þess að sigra á risamótum,“ sagði hann. líkt og það væri eins og hver önnur staðreynd. „Ég á ekkert val…segið mér hvað ég get gert?!

Heimild: Golf Week