Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 14:34

The Masters 2012: Adam Scott snýr aftur á völlinn þar sem hann tapaði með 2 höggum í fyrra

Í blindandi síðdegissólinni var Adam Scott upptekinn við að að reyna að finna svör við  sömu spurningunum. Hann hafði nýlokið blaðamannafundi þegar hann rakst á kunnuglegan vin sinn frá áströlsku pressunni. Sá bað Adam um viðtal og svör við sömu spurningunum: Hvað gerðist á lokahringnum á The Masters í fyrra og hvernig ætlar hann að bæta fyrir það í ár?

Adam hló þegar hann kom sér vel fyrir í aftursæti græna golfbílsins með gullnu „180″ númeri á hliðinni. Öryggisvörður í hvítum bol og svörtum buxum stóð þar hjá. Félagar í Augusta National Golf Club spjölluðu saman í lágum hljóðum þar rétt hjá.

Meðferðin á Adam var eins og á kylfingi sem þegar hefir unnið græna jakkann, en ekki manni sem vantaði 2 högg upp á sigur. En þetta er einmitt það sem er að vefjast fyrir hinum 31 árs Adam í þessari viku.

Hvernig er hægt að sannfæra alla – þ.á.m. sjálfan sig um – að maður tapaði ekki risamóti sem tapaðist?

„Það er erfitt að breyta nokkru,“ sagði Adam á í gær (mánudag).“ „Vegna þess að í lokin var ég 2 höggum yfir og ég gat  ekki gert betur úr því. Ég paraði ekki par-5urnar á sunnudeginum, en fékk fugl á holum sem ég myndi ekki hafa búist við að fá fugl á. Þannig að veistu, ég varð undir í fyrra. Þetta var bara gott golf – frábært golf – og mér finnst ég ekki hafa tapað. Þannig að ef maður á að tapa þá vil ég helst tapa svona.“

Að fegra hlutina er oft aðferð sem kylfingar nota sem lenda í 2. sæti. En Adam Scott – ásamt landa sínum, Jason Day voru bara óheppin fórnarlömb þess að spila frábært golf á sunnudeginum á The Masters á síðasta ári, óheppin vegna þess að 1 maður spilaði betur. Það er það sem skeður, þegar í fyrsta sinn í 75. sögu mótsins, kylfingur (Schwartzel) tekur sig til og fær fugl á 4 lokaholurnar.

Þannig að í huga Adam Scott vann Charl Schwartzel The Masters… en hann sjálfur tapaði samt ekki.

„Sjáðu, ég sló 1 slæmt högg á sunnudeginum – og það var á 15. braut,“ sagði hann. „Ég missti 5-járnið til hægri og fékk par. Það er erfitt að gagnrýna það. Ég sló með 7-járninu mínu innan 3 metra frá pinna og náði fugli.“

Þetta högg kostaði Adam Scott ekki neitt.

Venjulega er formúlan á sunnudögum á Augusta National einföld: dreifið nógu mörgum fuglum í kringum pörin og líkindin eru að með því að þið endið í mátunarklefa græna jakkans við hliðina á Jim Nantz í Butler Cabin. Það var einmitt það sem Adam Scott gerði. Hann kom inn á skori upp á 67 högg. Fékk par á síðustu 2 holum mótsins og tapaði með 2 höggum.

„Kannski að ég hafi lært eitt og annað sem kylfingur,“ sagði Adam, „ég hugsa að þetta hafi verið í fyrsta sinn á sunnudegi sem ég átti möguleika. Ég gekk að 17. teig (Nandina) með 1 höggs forystu og paraði síðustu 2 holurnar – sem mér fannst bara ansi hreint gott á þessum holum. Og venjulega er það ansi hreint gott. En það sem gerðist á síðasta ári var svo einstakt. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með neitt sem ég gerði þann dag.

„Ég hugsa að undir pressu spili ég virkilega gott golf og það er það sem ég hef lært um sjálfan mig og hvar leikur minn er og hvar kollurinn er, sem leikmaður.“

Þetta er svo sem allt gott og blessað en er þetta nóg til þess að brjóta hefð sem hefir hrjáð þá sem lenda í 2. sæti á Masters s.l. 3 áratugi?

Báðir Ástralirnir (Adam Scott og Jason Day) vonast til þess að verða fyrstu kylfingarnir í 2. sæti allt frá því Ben Crenshaw tókst það 1984 til að koma aftur árinu eftir og sigra Græna Jakkann. Árið 1983 varð Ben Crenshaw í 2. sæti ásamt Tom Kite á eftir Seve Ballesteros sem var í 1. sæti. Árinu eftir vann Crenshaw, Tom Watson með 2 höggum og hlaut 1. Masters titilinn sinn.

„Ég finn ekkert of mikið fyrir pressu“ sagði Adam Scott. „Ég er næsta örugglega ekki talinn vera meðal þeirra sigurstranglegustu. Það er mikið af öðrum gæjum sem hafa verið að spila betur á þessu ári.“

Kannski það sé ástæðan sem Ástralinn (Adam Scott) virtist svo „mellow“ yfir öllu sem gerðist hér á síðasta ári. Að vera aðeins 2 höggum frá því að sigra 1. risamótstitilinn sinn, hvað þá The Masters á Augusta National, það er nóg til þess að jafnvel besti kylfingur verði pirraður. En Adam leit aldrei á seinasta ár sem tap. Hann leit á það sem nokkuð sem hann þurfti að gera og varð síðan einfaldlega undir ( Schwartzel, sem spilaði enn betur).

„Ég hugsa að síðasta ár hafi bætt sjáfsöryggið með það hvernig ég spilaði golfvöllinn og hvernig ég spilaði sunnudaginn á loka 9 holunum sérstaklega,“ sagði hann. „Þannig að ég hlakka til að nýta mér þá reynslu og vonandi getur það haldið hlutunum gangandi.“

Heimild: WUP