Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2012 | 18:00

The Masters 2012: Pádraig Harrington leiðir í par-3 keppninni á Augusta National

Það er Pádraig Harrington sem leiðir í „upphituninni“ fyrir aðalmótið, the Masters þ.e. litla par-3 9 holu mótinu. Pádraig kláraði hringinn á -5 undir pari.  Nokkrir eiga eftir að klára og nokkrir sem gætu enn jafnað við Harrington.

Það er ekki víst að Pádraig Harrington verði svo glaður með að vinna par-3 keppnina, standi hann uppi sem sigurvegari,  því í allri sögu mótsins hefir engum tekist að sigra í par-3 mótinu og svo Græna Jakkann á Mótinu sjálfu. Nema Harrington sé að reyna að verða sá fyrsti til að takast að sigra bæði mótin á Augusta National.

Svona í framhjáhlaupi mætti minnast á að nokkuð sérstakt er að 73 sinnum í sögu The Masters hefir draumahöggið verið slegið í par-3 keppninni. Metið var 2002 þegar 5 ásar litu dagsins ljós í þessu mínímóti.

Til þess að fylgjast með stöðunni á par-3 mótinu á Augusta National smellið HÉR: