Staðreyndir um sigur Stenson
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði í dag lokamót Evrópumótaraðarinnar 2013, DP World Tour Championship á Jumeirah golfstaðnum í Dubaí.
Hér eru nokkrar staðreyndir um sigur Stenson:
• Þetta er 8. sigur hans á Evrópumótaröðinni í 277. mótinu sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni.
• Stenson er efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar, þ.e. The Race to Dubai, í fyrsta skipti á ferli sínum.
• Hann heldur 3. sæti sínu á heimslistanum en minnkar bilið milli sín og Adam Scott sem er í 2. sæti.
• Þetta er fyrsta sigur Stenson á Evrópumótaröðinni frá því hann sigraði á SA Open Championship árið 2012.
• Þetta er besti árangur hans á Evrópumótaröðinni á 2013 keppnistímabilið en næstbesti árangur hans er að verða í 2. sæti á Opna breska risamótinu og T-2 á WGC – Bridgestone Invitational.
• Þetta er fyrsti sigur Stenson á DP World Tour Championship, Dubai, en hann hefir 4 sinnum áður tekið þátt í mótinu.
• Þetta er besti árangur hans á DP World Tour Championship, en besti árangur hans þar áður var T-7 árangur, árið 2012.
• Hann er annar Svíinn til þess að sigra á DP World Tour Championship, Dubai, en sá fyrri var Robert Karlsson, árið 2010.
• Stenson er 3. kylfingurinn til þess að sigra á DP World Tour Championship, Dubai og verða nr. 1 á stigalista Evrópumótaraðarinnar á eftir Lee Westwood (2009) og Rory McIlroy (2012).
• Hann er 2. Svíinn, á eftir Robert Karlsson 2008 til þess að verða nr. 1 á Evrópumótaröðinni.
• Hann er fyrsti kylfingurinn til þess að sigra FedEx Cup Series á PGA Tour og The Race to Dubai á einu og sama keppnistímabilinu.
• Stenson skrifar sig í sögubækur Evrópumótaraðarinnar með því að verða nr. 1 bæði á Áskorendamótaröðinni (2000) og á Evrópumótaröðinni árið. 2013.
AÐRAR STAÐREYNDIR
• Frá því að Evrópumótaröðin hóf göngu sína árið 1972 er Henrik Stenson aðeins 5. kylfingurinn frá meginlandi Evrópu til þess að verða nr. á Evrópumótaröðinni. Hann fylgir í fótspor: Seve Ballesteros (1976, 77, 78, 86, 88, 91), Bernhard Langer (1981, 84), Robert Karlsson (2008) og Martin Kaymer (2010).
• Frá því að Evrópumótaröðin hóf göngu sína1972, er hann 20. kylfingurinn til þess að verða nr. 1 á Evrópumótaröðinni.
• Hann er 3. kylfingurinn til þess að verða nr. 1 á Evrópumótaröðinni eftir að hafa áður spilað á Áskorendamótaröðinni, hinir eru Justin Rose (2007) og Martin Kaymer (2010).
• Þetta er 3. sigur Stenson í Mið-Austurlöndum á Evrópumótaröðinni, hinir sigrar hans eru Commercial Bank Qatar Masters 2006 og Omega Dubai Desert Classic, 2007.
• Heildarsigurskor Stenson upp á 25 undir pari, 263 högg er lægsta sigurskor the DP World Tour Championship og sló Stenson þar með fyrra met Lee Westwood árið 2009 og Rory McIlroy í fyrra, 2012.
• Stenson vann með 6 högga mun á næsta keppanda, Ian Poulter og með þeim mun jafnar hann fyrra met í mótinu yfir mesta mun á sigurvegara og keppanda þ.e. jafnar við Lee Westwood, 2009.
• Þetta er fysti sænski sigurinn á Evrópumótaröðinni árið 2013.
• Þetta er fyrsti sænski sigurinn á Evrópumótaröðinni frá því Stenson vann árið 2012 á SA Open Championship.
• Þetta er 95. sænski sigurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar.
• Með þessum sigri hefir sænskur kylfingur sigrað á Evrópumótaröðinni óslitið frá árinu 1989.
• Stenson hlýtur með sigrinum keppnisrétt á Evrópumótaröðinni til loka ársins 2020.
• Með sigrinum í dag er Stenson búinn að vinna sér inn meira en €14 milljónir í verðlaunafé á Evrópumótaröðinni.
• Stenson hlýtur þátttökurétt í Volvo Golf Champions árið 2014; WGC – Bridgestone Invitational og WGC – HSBC Champions, árið 2014.
• Þetta er 15. sigur Stenson á alþjóðavísu sem atvinnumanns í golfi.
• Þetta er 3. sigur Stenson árið2013, en áður vann Stenson Deutsche Bank Championship og Tour Championship presented by Coca-Cola á PGA Tour.
• Þetta er 20. sigur á Evrópumótaröðinni 2013, sem unnist hafa af fyrrum kylfingum á Áskorendamótaröðinni. Hinri eru: Scott Jamieson (Nelson Mandela Championship presented by ISPS Handa), Louis Oosthuizen (Volvo Golf Champions), Jamie Donaldson (Abu Dhabi HSBC Golf Championship), Stephen Gallacher (Omega Dubai Desert Classic) Richard Sterne (Joburg Open), Marcel Siem (Trophée Hassan II), Raphaël Jacquelin (Open de España), Brett Rumford (Ballantine’s Championship and Volvo China Open), Peter Uihlien (Madeira Islands Open – Portugal – BPI),Joost Luiten (Lyoness Open powered by Greenfinity and KLM Open), Simon Thornton (Najeti Hotels et Golfs Open presented by Neuflize OBC), Justin Rose (US Open Championship), Michael Hoey (M2M Russian Open), Tommy Fleetwood (Johnnie Walker Championship at Gleneagles), Grégory Bourdy (ISPS Handa Wales Open), Thomas Björn (Omega European Masters), Julien Quesne (70° OPEN D’ITALIA LINDT), David Lynn (Portugal Masters) og Henrik Stenson (DP World Tour Championship, Dubai).
• Þetta er 328. sigurinn sem vinnst á Evrópumótaröðinni af kylfingi, sem áður hefir keppt á Áskorendamótaröðinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
