„Það geta ekki allir verið Einherjar“
Sé farin hola í höggi ættu kylfingar að tilkynna það til Einherjaklúbbsins til þess að gerast félagar í þeim virta félagsskap.
Tilkynnt er um holu í höggi á internetinu á eftirfarandi vefsíðu: http://einherjaklubburinn.net
Þar er haldið utan um tölfræði þess hversu margir Íslendingar ná að slá draumahöggið.
Eftirfarandi upplýsingar eru teknar af vef Einherjaklúbbsins:
Tölfræðin
Það geta ekki allir verið Einherjar og það sýnir tölfræðin glögglega. Árlega eru innan við 1% kylfinga sem ná þessum áfanga.
Sé tekið mið af skráningum frá upphafi þá sést að draumahögg kylfingsins hefur átt sér stað í rúmlega 2.800 skipti á Íslandi.
Af 40.000 kylfingum á Íslandi ná einungis 130 að fara holu í höggi á ári hverju.
6. holan á Korpúlfsstaðavelli er sú hola sem oftast hefur verið farið holu í höggi á síðustu tíu árum.
17. holan í Grafarholti og „Bergvíkin“ 3. holan á Hólmsvelli eru þær holur sem virðast vera hvað erfiðastar viðureignar, og minnstar líkur á að fara holu í höggi.
Saga Einherja
Til Íslands kemur þessi íþrótt (golfið) í kringum 1930. Fyrsti golfvöllurinn sem til er hér á landi er á svæði, þar sem nú er Laugardalslauginn og Laugardalsknattspyrnuvöllurinn í Reykjavík.
Hann var opnaður með pomp og pragt 12.mai 1935. Hefur hann sjálfsagt þótt fínn á þeim árum en hann var þarna á hluta af bújörð, þar sem mikill fjöldi kúa og kinda voru á beit. Á þessum velli var fyrsta golfmótið á Íslandi haldið. Fór það fram 18.ágúst 1935 og voru keppendur allir þeir sem þá stunduðu þessa íþrótt hér á landi eða samtals 23.
Ekki fór neinn maður holu í höggi í því móti og liðu heil fjögur ár þar til fyrsti maðurinn á Íslandi vann það afrek. Var það Halldór Hansen læknir sem það gerði á fögrum sumardegi árið 1939 á gamla GR vellinum, þar sem nú er Kringlan í Reykjavík og önnur mannvirki.
Ekki fara miklar sögur af svona afrekum hjá íslenskum kylfingum eftir það. Einn og einn mun þó hafa náð draumahögginu en ekki var gert mikið úr því nema þá í viðkomandi leikhóp eða golfklúbbi.
Sumarið 1967 fara nokkrir áhugasamir kylfingar, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa farið holu í höggi í golfinu, að tala um það að stofna félag afreksmanna á þessu sviði. Það varð úr og þann 17.október 1967 stofnuðu 9 menn og 1 kona félag sem þau nefndu EINHERJAR. Í stofnbréfinu segir:
Þessir félagar hafa allir unnið það sér til ágætis, að hafa leikið holu í einu höggi og tveir af þeim gert það tvisvar. Tilgangurinn með stofnun þessari var og er að fá alla í félagið sem til þess hafa unnið. Flestir er hafa farið holu í einu höggi eru þegar félagar í „Bols Hole In One Club“ sem er í Hollandi og verðlaunar alla sem afrekið hafa unnið.
Það er von stofnendanna, að allir þeir sem hafa til þess unnið gerist meðlimir, en þeir munu vera fáir sem vitað er um.
Stofnendurnir eru þessir: Ólöf Geirsdóttir, Geir Þórðarson, Guðlaugur Guðjónsson, Jóhann Eyjólfsson, Jón Þór Ólafsson, Lárus Arnórsson, Ólafur Ágúst Ólafsson, Páll Ásgeir Tryggvason, Sigurjón Hallbjörnsson, Sverrir Guðmundsson.
Fyrsti formaður Einherjaklúbbsins var Páll Ásgeir Tryggvason. Sigurjón Hallbjörnsson tók síðan við af honum. Árið 1975 tilkynnti stjórn Einherjaklúbbsins eftir Einherjamót á Nesvellinum að Kjartan L.Pálsson yrði næsti formaður, þar sem hann hefði þá farið oftast holu í höggi af öllum Íslendingum eða sex sinnum. Síðan 2008 hefur Einherjaklúbburinn verið í umsjón skrifstofu GSÍ.
Einherjaklúbburinn
Formaður: Guðmundur Óskarsson
Farsími: 664-1100
Netfang: einherjar@golf.is
Heimild: http://einherjaklubburinn.net
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
