Það borgar sig að þekkja golfreglurnar – Kristján Geir vann ferð til Montecastillo á vegum Heimsferðar í spurningaleik Varðar
Það getur borgað sig að þekkja golfreglurnar!
Vinningshafinn í spurningaleik Varðar og Golfsambandsins var dreginn út nú fyrir skemmstu.
GSÍ og Vörður þakka frábæra þátttöku í Regluverði, spurningaleik Golfsambands Íslands og Varðar. Leiknum er nú lokið og tóku rúmlega 5.000 manns þátt þetta sumarið. Það er um fimmtungi fleiri en í fyrra.
Í leiknum gafst þátttakendum færi á að kanna þekkingu sína á golfreglunum og gátu þeir sem stóðust prófið fengið gull-, silfur- eða bronsverðlaun. Um 2.000 þátttakendur hlutu gullverðlaunin og sýndu með því yfirburða þekkingu á golfreglunum.
Sigurvegari Regluvarðar þetta sumarið er Kristján Geir Guðmundsson. Hann hlýtur að launum magnaða haustgolfferð með Heimsferðum fyrir tvo á Montecastillo golfsvæðið á Spáni. Þar getur hann látið reyna á regluþekkinguna við bestu aðstæður á þessu frábæra golfsvæði á Suður-Spáni.
GSÍ og Vörður þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir og minna alla golfáhugamenn á að kynna sér golfreglurnar. Þeir sem ekki eiga eintak af af Golfreglubókinni ættu að næla sér í hana. Bókin passar vel í golfpokann en svo er líka gott að rýna í hana þegar ekki er lengur fært á golfvöllinn.
GSÍ og Vörður vona að þú hafir átt ánægjulegar stundir á golfvellinum í sumar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
