Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2014 | 18:00

Þá voru þeir 32 …. og Haraldur Franklín þar á meðal!

Haraldur Franklín Magnús, GR, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 2012,  er að standa sig hreint ótrúlega vel á Opna breska áhugamannamótinu.

Ekki nóg með að hann hafi orðið meðal 64 efstu af 288 keppendum, sem er geysigóður árangur; nei hann sigraði andstæðing sinn í 1. umferð holukeppnishluta mótsins í dag, Danann Nicolai Tinning, sannfærandi 4&3 og er nú í hópi 32, sem sjens eiga á að láta drauminn um þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu rætast!

Á morgun mætir Haraldur Franklín, Englendingnum Jordan Smith.

Svona smá upplýsingar um Smith þá var hann í Walker Cup liði Breta&Íra 2013, sem tapaði fyrir liði Bandaríkjanna 17&9 og eins heldur Smith með Liverpool í enska fótboltanum.   Smith er frá Bowood, Wiltshire og meðal helstu afreka hans er að hafa unnið Brabazon Trophy 2013, m.ö.o hann er ríkjandi enskur meistari í höggleik…. sem segir hins vegar ekkert um holukeppnishæfileika hans.

Hvernig sem allt fer hjá Haraldi Franklín á morgun þá er árangurinn frábær, en vonandi auðvitað að hann hafi betur gegn Smith!

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín á skortöflu SMELLIÐ HÉR: