Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2016 | 10:00

Tengdapabbar stundum verri en tengdamæð- urnar! Gretzky: DJ á að líkjast Tiger meira

Það eru ótal margir tengdamömmu brandarar til um hræðilegar tengdamæður, sem telja að ekkert sé nógu gott fyrir syni þeirra.

Í tilviki nr. 3 á heimslistanum, Dustin Johnson, gæti þessu verið öfugt farið; hann á yndislega tengdamömmu en ofurmetnaðargjarnan tengdaföður.

Wayne Gretzky og DJ

Wayne Gretzky og DJ

Tengdapabbi hans er íshokkígoðsögnin Wayne Gretzky, sem oft er kallaður „The Great One.“

Wayne Gretzky kom nú nýlega fram í viðtali þar sem hann sagði að hann byggist við mun fleiri risamótssigrum af tengdasyni sínum en þessum lummulega eina sem hann er nú þegar með. Ja, miklu fleiri.

Hann sagði m.a: „Ef ég skoraði 50 mörk á keppnistímabili vildi ég skora 70 á næsta ári. Ef ég var með 70 mörk vildi ég ná 90 næst. Maður á aldrei nokkurn tímann að hætta að gera kröfur.“

Dustin vann 3 mót og 1 risamót í ár. Það er gott ár. En nú verður hann að sigra í 5 mótum og 2 risamótum. Ég vil að hann sjái að aðeins hann sjálfur setji sér mörk.“ sagði Gretzky í viðtali við Golf.com

Ég hef sagt við Dustin að hann verði að líkjast Tiger meira.“ Þar á hann við að DJ verði að vera harður og vægðarlaus út á velli.

„Ég meina ekki að hann eigi að vera eins og Tiger – maður fær aðeins nokkra svoleiðis íþróttamenn á öld. En hluti af því sem gerði Tiger að Tiger var að hann var grimmur.“