Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2011 | 11:00

TaylorMade kynnir til sögunnar RocketBallz og RocketBallz Tour drævera

TaylorMade RocketBallz

TaylorMade Golf Company kynnti fyrir nokkrum dögum, nánar tiltekið 13. desember 2011,  nýja byltingarkennda dræveralínu, sem hlotið hefir nafnið RocketBallz (RBZ) en hún sameinar hraða, aðlaganleika (ens.: adjustability) og val um tvö mismunandi kylfuhöfuð— RocketBallz og RocketBallz Tour — sem eru hönnuð til þess að höfða til breiðs hóps kylfinga.

Það er eftirtektarvert, að PGA Tour stjörnurnar Camilo Villegas, sem Golf 1 hefir verið með kynningar á (smellið hér: Camilo I, Camilo II og Camilo III) og Jason Day, munu spila með nýju RBZ dræverunum, á næsta keppnistímabili, en gripurinn kostar „aðeins“ $299 (u.þ.b. kr. 36.000,-) út úr golfbúð í Bandaríkjunum.

„Við erum að setja nýjan standard í dræver kategoríunni, þar sem hraði, aðlaganleiki og árangur, sem sannað hefir sig á túrnum eru boðin á viðráðanlegu verði,“ sagði varaforseti TaylorMade, Sean Toulon.

„Nafnið, RocketBallz er augljóslega pólaríserandi, þ.e. það lýsir vel þeirri miklu lengd sem hægt er að ná með kylfunum og kylfingum getur heldur ekki yfirsést kraftur þessarar nýju framleiðsluvöru. Aldrei áður höfum við haft svona marga valmöguleika á „fittum“ í einni dræverlínu; það er nánast til RocketBallz dræver fyrir hvern kylfing.“

Lykillinn að árangri og gildi RBZ dræveranna er notkun  Flight Control Technology (FCT), sem TaylorMade hefir einkaleyfi á, en allri þeirri tækni er pakkað inn í nýtískulegt, kylfuhöfuð í samræmi við nýjustu tækni loftaflsfræðinnar að viðbættu léttu 50 gramma skafti. Með FCT, getur kylfingurinn auðveldlega aðlagað hornin sem slegið er úr (horn höggflatarins á kylfuandlitinu, loftið og leguna) með 8 stillingum sem RBZ dræverinn býður upp á gegnum FCT „ermina“. (Ens: FCT sleeve). Þessar stillingar bjóða upp á röð af högg aðstæðum, þar sem hægt er að stilla dræverinn svo að hann býður upp á allt að 60 yarda frávik til sitthvorrar hliðar.

RocketBallz og RocketBallz Tour
RocketBallz dræverar koma í tveimur gerðum: RocketBallz og RocketBallz Tour. RocketBallz dræverinn er lengri með standard hæð á kylfuhöfði meðan  RocketBallz Tour dræverinn er miðlungslangur með dýpri höggflöt. Báðir hafa hefðbundið form og njóta allra nýjunga loftaflstækninnar þökk sé  TaylorMade’s Ultra-Thin Wall (UTW) casting process og Thick-Thin crown hönnunarinnar.

Inverted Cone Technology (ICT) hjálpar að lagfæra slæmu höggin
Kylfuhöfuð RBZ dræversins, sem  er úr titanium með með háu MOI, nýtir sér líka Inverted Cone tækni (ICT) TaylorMade sem komið er fyrir, fyrir aftan höggflötinn. Með tækninni er sá hluti höggflatarins stækkaður sem sér fyrir miklu COR og meiri boltahraða og bætir umtalsvert árangur þegar slegin eru feilhögg.

Hvíti litur kylfunnar eykur sjálfsöryggi og útilokar„Hot Spots“ 
The RocketBallz dræverarnir, líkt og allir nýir  TaylorMade dræverar eru hvítir að lit og hafa svartan PVD kylfuhöggflöt sem veitir hagstæða litaandstæðu við jörðina sem aftur á móti leiðir til að auðveldara er að stilla upp og miða. Kylfingar taka sérstaklega eftir þessu þegar spilað er við slæm birtuskilyrði, þegar skýjað er eða sól lágt á lofti snemma morguns eða seint á kvöldin. Hvíta kylfan útilokar líka „Hot Spot-ana“ sem verða til þegar sólarljós endurspeglast á glossuð járntrén.

Hvíti liturinn lætur 460cc RBZ dræverinn líka virka um 2% stærri, sem þegar borið er saman við stærð boltans, er einn af lykilþáttunum í að auka sjálfsöryggi kylfingsins þegar tíað er upp.

Skaftið  og kylfugripin 
Sambland létts skafts RocketBallz dræversins og léttu gripi hans veldur því að kylfan vegur minna en 300 grömm. Að jafna út kylfuna með aðeins hærri sveifluvigt veldur meiri sveifluhraða hjá flestum kylfingum.  TaylorMade endurhannaði skaftið og massa höfuðsins til þess að draga úr draw-i án þess að fórna tilfinningu og léttleikanleika. Lengdin er um 46 þumlungar, sem stuðlar að hagstæðustu blöndu af kylfuhaushraða- og stjórn.

Fáanleiki og verð 
RocketBallz dræverinn, sem kemur í tveimur gerðum mun höfða til breiðs sviðs kylfinga. RBZ dræverinn er fáanlegur með 3 mismunandi loftum  9.5°, 10.5° og HL (ens.: high-launch), meðan RBZ Tour er aðeins fáanlegur með loft 9° og 10.5°. Standard RBZ SuperFast Matrix Ozik XCON 5 skaftið er fáanlegt í 4 skaftflexum – S, R, M og L.

RBZ Tour dræverinn er með cMatrix Ozik XCon 6, 55-gramma skaft í X, S og R flexum, og möguleiki er að velja milli 25 auka skafta.

Báðir RocketBallz dræverarnir verða fáanleigir í golfvöruverslunum (í Bandaríkjunum) frá og með 3. febrúar 2012. RBZ drævergerðin kemur til með að kosta $299 (u.þ.b. 36.000,- ísl. kr. ) , en RBZ Tour kostar $349 (42.000,- ísl kr. ) (þ.e. úr búð í Bandaríkjunum).

Heimild: Sandbox8.com