Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2020 | 21:00

Symetra: Ólafía úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tók þátt í Florida´s Natural Charity Classic mótinu, sem er hluti af Symetra mótaröðinni, 2. deildinni hjá konunum í Bandaríkjunum.

Ólafía hefir gefið út að hún ætli að halda sig við keppni í Bandaríkjunum þetta keppnistímabil, en góður árangur á Symetra getur leitt til spilaréttar á LPGA.

Mótið fer fram í Winter Haven, Flórída, dagana 6.-8. mars 2020.

Ólafía Þórunn er því miður úr leik, en hún lék 2. hring á 81 höggi.

Samtals lék hún á 9 yfir pari, 153 höggum (72 81); en niðurskurður miðast sem stendur við samtals 5 yfir pari eða betra.

Sjá má stöðuna á Florida´s Natural Charity Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: