Ólafía Þórunn á 13. holu ANA Inspiration risamótsins 2018. Mynd: Mbl.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2019 | 12:00

Symetra: Ólafía úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komst ekki í gegnum niðurskurð í Murphy USA El Dorado Shootout mótinu, sem er mót vikunnar á Symetra mótaröðinni.

Mótið fór fram 26.-28. apríl 2019 í El Dorado, Arkansas

Ólafía Þórunn lék á samtals 15 yfir pari (78 81) og var 3 höggum frá því að komast gegnum niðurskurðinn.

Sigurvegari í mótinu var fyrrum LPGA kylfingurinn Cydney Clanton – en sigurskor hennar var 2 undir pari 214 högg (68 – 74 – 72) og var hún önnur af tveimur sem spiluðu undir pari í mótinu – Hin var LPGA kylfingurinn Julieta Granada, en þær Clanton urðu að kljást um sigurinn í bráðabana þar sem Clanton hafði betur.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Cydney Clanton með því að SMELLA HÉR:

Sjá má lokastöðuna í Murphy USA El Dorado Shootout mótinu með því að SMELLA HÉR: