Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 23:00

Symetra: Ólafía Þórunn T-67 e. 1. dag IOA mótsins

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í IOA Championship presented by Morongo Casino Resort & Spa, en mótið er hluti af Symetra mótaröðinni.

Þátttakendur eru 144 og Ólafía Þórunn er fyrir miðju skortöflunnar T-67 eftir 1. hring.

Hún lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 3 fugla og 5 skolla.

Í efsta sæti er bandaríski kylfingurinn August Kim, en hún lék 1. hring á 6 undir pari 66 höggum.

Sjá má stöðuna á IOA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: