Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2016 | 08:00

Swing Tought Tour: Þórður Rafn lauk keppni í 3. sæti í Flórída

Þórður Rafn Gissurarson lauk keppni í gær (20. október 2016)  í 3. sæti í móti á Swing Thought Tour í Flórída, sem ber heitið Orange County National- Panther Lake, FL (54) – Q School Prep Series.

Spilað er á Orange County National – Panther Lake vellinum.

Þórður Rafn lék samtals á 6 undir pari, 210 höggum (64 75 71).

Þátttakendur í mótinu voru 8 og aðeins veitt verðlaun fyrir 2 efstu sætin, þannig að því miður hlaut Þórður Rafn engan tékka fyrir góðan árangur sinn!

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: