Sveitakeppni GSÍ: Sveit GSS sigraði í 2. deild kvenna!
Það voru heimakonurnar í sveit Golfklúbbs Sauðárkróks (GSS) sem sigruðu á Hlíðarendavelli í 2. deild kvenna í dag.
Í sigursveit GSS voru eftirfarandi:
Árný Lilja Árnadóttir
Dagbjört Rós Hermundsdóttir
Ragnheiður Matthíasdóttir
Sigríður Elín Þórðardóttir
Liðsstjóri: Hlynur Þór Haraldsson
Úrslitaleikurinn var leikinn við sveit Golfklúbbs Selfoss (GOS) og í stuttu máli unnu liðsmenn GSS alla leiki sína eða 3-0.
Í fjórmenningnum sigruðu þær Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS og Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS þær Olgu Lísu Garðarsdóttur, GOS og Öldu Sigurðardóttur, GOS 2&0. Árný Lilja Árnadóttir, GSS vann tvímenningsleik sinn gegn Alexöndru Eir Grétarsdóttur, GOS 2&1 og Aldís Ósk Unnarsdóttir, GSS vann Guðfinnu Þorsteinsdóttur, GOS nokkuð örugglega eða 6&4.
Um 3. sætið léku sveit Úthliðar, sem er að taka þátt í 1. sinn og vakti verðskuldaða athygli í mótinu fyrir lekkeran klæðaburð og sveit GA, en sveit GA vann í viðureign þeirra 2-1. GA vann fjórmenninginn og klúbbmeistarinn Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA, bar sigurorð af Dýrleifu Örnu Guðmundsdóttur GÚ, í tvímenningnum. Eina sigur Úthlíðar í úrslitaviðureigninni vann liðsstjóri GÚ og klúbbmeistari Hólmfríður Einarsdóttir, en hún bar sigurorð af hinni ungu Andreu Ýr Ásmundsdóttur, 2&0.
Lokastaðan í Sveitakeppni GSÍ í 2. deild kvenna árið 2014 er eftirfarandi:
1. sæti Sveit GSS (Leikur í 1. deild að ári)
2. sæti Sveit GOS (Leikur í 1. deild að ári)
3. sæti Sveit GA
4. sæti Sveit GÚ
5. sæti Sveit GÓ
6. sæti Sveit GVG
7. sæti Sveit GHG
8. sæti Sveit GP

Sveit GÚ varð í 4. sæti

Sveit GÓ varð í 5. sæti

Sveit GP í 8. sæti
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
