Sveitakeppni GSÍ: Sveit GB í 3. sæti í 1. deild karla
Á klúbbsíðu GB gefur að finna eftirfarandi, fína frásögn af ferð sveitar GB á Hólmsvöll í Leiru og sigurinn þar, en sveitin komst á verðlaunapall – hlaut 3. sætið, sem var einkar glæsilegt!
„Golfklúbbur Borganess gerði góða ferð suður með sjó á sveitakeppni GSÍ 1. deild, nýliðna helgi. Í fyrsta leik mættu okkar menn Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) með Íslandsmeistarann innanborðs. Þar vann Bjarki sinn leik en aðri leikir töpuðust eftir harða baráttu. Eftir hádegið á föstudeginum mætti var það Golfklúbbur Reykjavíkur sem voru mótherjarnir. Hlynur Þór og Rafn Stefán náðu fyrsta vinningnum í þessum leik og unnu fjórmenninginn 4/3. Þá vann Sigurþór góðan sigur 6/4. Þá vann Bjarki flottan sigur eftir spennandi leik 3/2 og sigur á GR-ingum staðreynd. Gríðarlega mikilvægur sigur þar sem að GR-ingar voru á stiga eftir fyrsta dag og GB-ingar því í góðri stöðu og nánast öruggir með að halda sæti sínu í 1. deild.
Fyrri leikur laugardagsins var gegn Nesklúbbnum og réði þessi leikur því hvort GB myndi spila í undanúrslitum. Mikil og góð stemming var í hópnum fyrir þennan leik og voru menn mjög einbeittir. Okkar sterka fjórmennings lið Rafn og Hlynur hófu þetta á góðum sigri 2/1 í hörkuleik og eitt stig í hús. Jóhannes hélt spennustiginu uppi og vann glæsilegan sigur á Nesmanninum á 18. holu 2/0. Arnór Tumi beið lægri hlut gegn NK-manninum eftir góðan leik. Sigurþór tapaði á 17. holu 2/1 eftir spennandi leik gegn gegn sterkum kylfing Nesmanna. Þá var einn leikur eftir og vann Bjarki gríðarlega mikilvægan sigur 3/2 og tryggði GB sigur á NK og sæti í undanúrslitum. Frábær morgun á Hólmsvelli við nokkuð erfiðar aðstæður, en það blæs nokkuð vel.

GB vann sterkt lið Nesmanna og komst í undnaúrslit
Í undanúrslitum mættu okkar menn sterku liði Golfklúbbsins Keilis. Eftir stutt hádegishlé eftir rok morgunsins mættu okkar menn galvaskir til leiks þó aðstæður morgunsins hefðu verið erfiðar og ekki hafði lægt neitt eftir hádegið. Ekki náðu okkar menn stigi gegn Keili og unnu Keilis-menn þessa viðureign 5-0. Þá var ljóst að Golfklúbbur Borgarness myndi spila leik um 3. sæti í 1. deild sem (að hlýtur að teljast) ER frábær árangur.
Leikurinn um 3. sætið á sunnudagsmorgninum var gegn Golfklúbbi Setbergs. Mikil spenna var í hópnum fyrir verkefni dagsins. Aðeins hafði lægt í Leirunni og aðstæður betri. Fjórmenningsliðið okkar beið lægri hlut fyrir Setbergsmönnum á 14. holu. Bjarki vanna góðan sigur á 17. holu eftir kaflaskipan leik. Jón Örn spilaði góðan leik en tapaði 16. holu eftir góða baráttu. Þá voru enn tveir einmennings leikir eftir. Sigurþór og Jóhannes voru báðir í miklum spennu leikjum. Leikurinn hjá Jóhannesi var kominn í bráðbana. Sigurþór hafði betur í sínum leik með frábæru pútti fyrir sigri á 18. holu og gerði möguleikan á 3. sætinu raunverulegan. Allur hópurinn fylgdi Jóhannesi upp 1. holuna í bráðabananum. Báðir kylfingar áttu góð teighögg og annað höggið var nálægt flöt hjá báðum. Jóhannes átti frábært vipp úr erfiðri stöðu inn að stöng á meðan vippið hjá misfórst í tvígang hjá leikmanni GSE. Eftir leikurinn var auðveldur og vann Jóhannes sigur. 3-2 sigur Golfklúbbs Borgarness á Golfklúbbi Setbergs var kominn í hús og 3. sætið í efstu deild í sveitakeppni karla var staðreynd.
Frábær árangur allra sem að komu og liðsheildin var einstök og góð svo um var talað í gegnum þessa þrjá daga.“
Golf 1 óskar Golfklúbbi Borgarness til hamingju með glæsilegan árangur – og jafnframt með sterka einstaklinga og enn sterkari liðsheild, sem þarf til að sigra í svona keppnum!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
