Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 11:00

Sveitakeppni GSÍ: Kjalarsveitin efst í A-riðli í 2. deild karla e. fyrstu 2 umferðir

Önnur deild karla í sveitakeppni GSÍ spilar á Kiðjabergsvelli og hófust leikar í gær.

Leikið er í tveimur riðlum: A- og B-riðlum.

Í A-riðli er sveit Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ efst en hún vann báða leiki sína gegn GJÓ (Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík) og GG (Golfklúbbi Grindavíkur).  GKB sveit Golfklúbbs Kiðjabergs er hins vegar með enginn unninn leik en sveitin tapaði báðum leikjum sínum gegn GJÓ og GG, en þær sveitir eru því með 1 unnin leik hvor.

Í B-riðli leika sveitir GÓ (Golfklúbbs Ólafsfjarðar); sveit GV (Golfklúbbs Vestmannaeyja); GA (Golfklúbbs Akureyrar) og GHR (Golfklúbbs Hellu Rangárvöllum).  Staðan í B-riðli er sú að GÓ og GV unnu báða leiki sína gegn GA og GHR, en Ólafsfirðingar eru í efsta sæti B-riðils þar sem GÓ-sveitin hefir unnið 8 innbyrðis viðureignir en sveit GV 7 innbyrðis viðureignir.

Sveit GÓ er gríðarsterk, en í sveitinni eru m.a. núverandi leikmenn á Eimskipsmótaröðinni: Bergur Rúnar Björnsson, Sigbjörn Þorgeirsson, Samúel Gunnarsson og Fylkir Þór Guðmundsson, auk annarra valinkunna leikmanna þeirrar sveitar, þ.e. Sigurðar Péturssonar,  Gríms Þórissonar, sem mörgum kylfingnum er að góðu kunnur og golfkennarans Ólafs Auðuns Gylfasonar.