Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 15:30

Sveitakeppni GSÍ: Keiliskonur Íslandsmeistarar í 1. deild 2014

Keiliskonur eru Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna í Sveitakeppni GSÍ 2014.  Kepnnin í 1. deild kvenna fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Sigursveit Keilis í 1. deild kvenna 2014

Sigursveit Keilis í 1. deild kvenna 2014

Sigursveit GK 2014 skipuðu eftirfarandi kylfingar:

Anna Sólveig Snorradóttir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Hildur Rún Guðjónsdóttir

Sara Margrét Hinriksdóttir

Signý Arnórsdóttir

Sigurlaug Jónsdóttir

Tinna Jóhannsdóttir

Þórdís Geisdóttir

Liðsstjóri: Karl Ómar Karlsson

Úrslitaleikurinn var leikinn við sveit Golfklúbbs Reykjavíkur (GR). Úrslitaviðureignirnar fóru svo að í fjórmenningnum unnu þær stöllur Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Sara Hinriksdóttir GK þær Ragnhildi Kristinsdóttur, GR og Sögu Traustadóttur, GR, mjög sannfærandi 6&5.

Í tvímenningunum vann Þórdís Geirsdóttir, GK; Berglindi Björnsdóttur, GR 3&2 og Signý Arnórsdóttir, GK,  vann Sunnu Víðsidóttur, GR,  4&2.  Allt féll á jöfnu hjá Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK og Ragnhildi Sigurðardóttur, GR.

Sú sem hélt uppi heiðri GR var Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem vann Íslandsmeistarann í holukeppni 2014 Tinnu Jóhannsdóttur, GK 3&2.

Lokastaðan í 1 deild kvenna í Sveitakeppni GSÍ 2014 var eftirfarandi:

1. sæti Sveit GK

2. sæti Sveit GR

3. sæti Sveit GKJ

4. sæti Sveit GKG

5. sæti Sveit GS

6. sæti Sveit NK

Sveit NK tókst að halda sér í 1. deild kvenna. Mynd: Í einkaeigu

Sveit NK tókst að halda sér í 1. deild kvenna. Mynd: Í einkaeigu

Sveitir GO (sem varð í 7. sæti) og sveit GL (sem varð í 8. sæti eru fallnar í 2. deild).