Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 13:00

Sveitakeppni GSÍ: GK sigraði GSE

Hérna eru „breaking news“ frá 1. deild karla í Sveitakeppni GSÍ.

Sveit Golfklúbbsins Keilis var nú rétt í þessu að sigra sveit GSE í A-riðli!!!

Eins voru þær fréttir að berast úr B-riðli að sveit Golfklúbbs Reykjavíkur hafi sigrað sveit GKG., en GR var þar áður búið að tapa báðum leikjum sínum, fyrir GB og NK.

Eftir 3. umferð er staðan því eftirfarandi:

1. sæti í A-riðli GK  – innbyrðis sigrar 12

2. sæti í A-riðli GSE – innbyrðis sigrar 10

3. sæti í A-riðli GS – – innbyrðis sigrar 5

4. sæti í A-riðli GL – innbyrðis sigrar 3

 

1. sæti í B-riðli GKG – innbyrðis sigrar 9

2. sæti í B-riðli GB – innbyrðis sigrar 7

3. sæti í B-riðli NK – innbyrðis sigrar 7

4. sæti í B-riðli GR – innbyrðis sigrar 7