Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2016 | 12:48

Sveit GKG Íslandsmeistarar í telpnaflokki á Íslandsmóti golfklúbba

Það var sveit GKG sem varð Íslandsmeistari í telpnaflokki á Íslandsmóti golfklúbba, en mótinu lauk nú um helgina.

Mótið fór fram dagana 12.-14. ágúst og var spilað á Þorláksvelli.

Sveit Íslandsmeistara GKG í telpnaflokki 2016 skipa: Alma Rún Ragnarsdóttir, Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir
og Herdís Lilja Þórðardóttir

Liðsstjóri var Derrick Moore.

Sjá má nánari úrslit og lokastöðu með því að SMELLA HÉR: