Sveinn Snorrason látinn
Sveinn Snorrason, hrl. fæddist 21. maí 1925 og fagnaði 93 ára afmæli sl. vor. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík, 3. september s.l.
Sveinn hóf rekstur lögmannsstofu árið 1959, sem í dag er ein stærsta lögmannsstofa Íslands, LEX, þar sem starfandi eru um 40 lögmenn auk fjölda annarra starfsmanna. Hann varð m.a. heiðursfélagi LMFÍ 1996. Sveinn var lögmaður af bestu sort, þeirri sem vildi semja og sætta fremur en að standa í málaferlum.
Sveinn var ástríðukylfingur. Minnisstætt er þegar hann spilaði á aldri sínum í Kiðjaberginu, fyrir 6 árum, laugardaginn 2. júní 2012, þegar hann tók þátt í Opna Húsasmiðjumótinu á Kiðjabergsvelli, en þár lék hann á 87 höggum. Hann var eini þátttakandinn sem var 87 ára og var þetta einstakt afrek. Að hring loknum þakkaði hann skorið góða, góðum spilafélögum, frábærum velli, einstakri veðurblíðu og ekki síst að hann hvíldi deginum áður í sveitinni í góðu yfirlæti. Þannig var Sveinn; þakkaði öllum öðrum afrekið, en því hversu frábær hann var sjálfur. Hann varð í 1. sæti á 40 punktum og lækkaði forgjöfina sína um 1,2 á hringnum.
Sveinn var meðlimur í þremur golfklúbbum, Golfklúbbnum Keili, Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Kiðjabergs. Hann spilaði golf nær daglega allt árið um kring.
Hann setti sitt mark á golfíþróttina á Íslandi, var m.a. forseti Golfsambands Íslands 1962-1969 og átti auk þess sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum GSÍ.
Sveinn var og einn af stofnendum LEK, Landsambandi eldri kylfinga.
Fallinn er frá mætur og vandaður maður, sem er sárt saknað.
Jarðaför Sveins fer fram frá Neskirkju, miðvikudaginn 12. september kl. 14 og eru blóm og kransar afþökkuð.
Golf 1 sendir fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Sveins í gegnum tíðina innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sveins Snorrasonar.
Ragnheiður Jónsdóttir, ritstjóri Golf 1.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
