Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2018 | 07:00

Svartnættið er liðið

Ímyndið ykkur að vera Danny Willett. Ímyndið ykkur að vinna The Masters með lokahring upp á 67 högg, enga skolla og eitt af bestu chippum Augusta National á hring þar sem kylfingar á borð við Jordan Spieth, Lee Westwood, JB Holmes, Paul Casey og Dustin Johnson anda niður í hálsmálið á ykkur – og svo vera afskrifuð innan 12 mánaða sem einskonar dægurfluga.

Gleymið gömlu tuggunni um að vera „mulningsvél“ einhver sem náð hefir þessu öllu gegnum mikla vinnu, já, blóð, svita og tár. Nú var Willett bara álitinn hafa verið heppinn, náungi sem græddi á því að Spieth brotnaði niður á lokahring Masters. Þetta var allt aðeins of mikið fyrir hann (Willett); að vera ekki aðeins sigurvegari risamóts heldur einnig Masters meistari.

Það sem er sannleikanum samkvæmt er að Willett hefir verið þjáður af meiðslum allan feril sinn; hann hefir stöðugt átt í vandræðum með bakið á sér frá því á Augusta og auk allt síðan þá hefir hann fundið fyrir miklum sársauka í því, þurft að taka verkjatöflur og fara í endurhæfingu bara til þess að geta spilað og verið í enn frekari meðferð eftir hringi. Á sama tíma á síðast ári var tímabilinu lokið fyrir Willett vegna slits í rotator vöðvum vinstri axlar.

En stökkvum nú fram til ársins 2018, snemma á árinu. Willett var búinn að vera verkjalaus í öxlum í 11 vikur og hann var kominn til Abu Dhabi fullur eftirvæntingar, ekki um að hann væri í betra formi, heldur aðeins vongóður um að geta spilað verkjalaus í fyrsta sinn í langan tíma. Aðeins fáeinir mánuðir líka liðnir frá því að hann fékk sér nýjan þjálfara, þ.e. fyrrum sveifluþjálfara Tiger, Sean Foley en jákvæðni þjálfarans virtist hafa smitast yfir á Willett.

Þegar ég settist niður með honum fyrst þá vorum við að tala um mig til langs tíma og að vera í formi og frískur næstu 20 ár. Hvort sem hreyfingarnar eru orðnar fullkomnar næstu 6 mánuði eða næstu 6 ár, þá verður fókusinn að vera á því að halda sér frískum og verða betri til langs tíma. Karisma-ið hans Foley og hress persónuleikinn hjálpuðu mér að treysta þessu öllu þannig að ég gat slakað á. Golf er leikur og maður verður að taka því eins og það kemur.“

Þetta sagði Willett í janúar á þessu ári. Tveimur dögum síðar varð hann að draga sig úr mótinu í Abu Dhabi og fyrstu 9 niðurstöður í mótinu voru þannig að hann komst ekki í gegnum niðurskurð 7 sinnum, dró sig 1 sinni úr móti og aðeins í 1 móti Tshwane Open varð hann T-29.

Á Wentworth var hann 462. besti kylfingur heims. Heimslistinn veitti samt enga innsýn inn í hversu lágt Willett var sokkinn; þó meðal þeirra sem eru fyrir neðan topp-300 séu strákar sem hafa ekki einu sinni sigrað á Web.com.

Willett varð að læra nýjar hreyfingar til þess að taka álagið af öxlinni og bakinu m.a. nýjar hreyfingar fóta og auka hreyfingu mjaðma. Þessar breytingar voru til þess að auka úthald fremur en að bæta sveifluna.

„Þessar hreyfingar voru hryllingar og boltaflugið var hryllilegt, en a.m.k. var ég verkjalaus“ sagði Willett.

En síðan fór þett aað bera árangur og leikur hans kom saman, hann varð í 8. sæti í Ítalíu og 6. sæti á Írlandi og Willett var stöðugt að bæta sig. Þegar kom að Carnoustie var hljómurinn í Willett bjartsýnni.

Ég er vongóður um að ég verði aldrei í jafnmyrkum stað og leikur minn hefir verið í. En á sama tíma þá er þetta skrítinn, gamall leikur (golfið). Maður gengur í gegnum hæðir og lægðir, en sl. 6-7 vikur hefir ég virkilega notið leiksins. Jafnvel að taka kylfurnar út og spila heima án þess að þurfa að fara í 2 tíma upphitun eða fara til sjúkraþjálfarans eftir spilið.“

Willett gat nú bætt við æfingatíma sinn hægt og rólega og það fór að skila sér. Markmiðið var að vera með í Dubai og þriðji topp-10 árangurinn í Tyrklandi sá til þess að hann var meðal keppanda í DP World Tour Championship, lokamóti Evrópumótaraðarinnar og þess móts þar sem verðlaunaféð er hæst.

En Willett keppti ekki bara eins og alþjóð veit … hann sigraði í mótinu.

Og hver einasta hlið sigurs hans er aðdáunarverður; þ.e. að ná líkama sínum og sveilfu á þann punkt sem hann er á aðeins innan 15 mánaða frá því að hann fór að vinna með Sean Foley og „styrkleika- og úthaldsþjálfara sínum“ Kevin Duffy. Síðan á Augusta hefir Willett líka breytt um kaddý og umboðsaðila og sá eini sem eftir er frá Masters-dögunum er púttþjálfari hans Paul Hurrion.

En að hafa andlega styrkinn, 953 dögum eftir sigurinn í Georgia er sérstakt. Allar spurningarnar um hvar leikur hans væri voru nú foknar út í veður og vind og það sama er að segja um það skipti þegar Willett einfaldlega vildi ekki spila í Tour Championship í Dubai 2016 jafnvel þó að hann hefði tækifæri til sigurs og 0-3 árangur í Ryder á Hazeltine þar sem flestir áhorfendur gáfu honum ekkert tækifæri.

Nú baðaði Willett sig í sigrinum í Dubaí á DP World Tour Championship og virtist njóta hans og tók öllu með stóískri ró. Svartnættið virðist liðið.