Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 16:00

Svar Rory við: „Hvað hefirðu lært á þessu ári?“

Rory McIlroy naut góðs gengis og var að fara að verja tvo risamótstitla sína þegar hann reif liðband í ökkla, þegar hann var í fótboltaleik með vinum sínum.

Þetta varð að skilgreinandi punkti á keppnisári Rory og veitti honum fullkomið svar við spurningunni um „hvað hann hefði lært á keppnistímabilinu.“

Rory svaraði: „Ekki spila fótbolta á miðju golfkeppnistímabili.“

 

Auðvitað var svar hans umfangsmeira en þetta. Hann viðurkenndi að hann væri að setja sjálfan sig undir allt of mikla pressu í risamótunum og súmmeraði keppnistímabilið upp hjá sér á eftirfarandi hátt:

„Áhugavert, vonbrigðavekjandi, en ekki ófullnægjandi, það væri of langt gengið.“

Og aðspurður hversu erfitt yrði fyrir Jason Day að halda áfram að vera nr. 1 á heimslistanum, þá brosti Rory og sagði: „Vonandi mjög erfitt.“

Og félagar Rory vona líklega að hann hafi ekki virkilega lært fótbolta lexíuna sína!