Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2015 | 20:45

Sunna stóð sig best á 1. degi EM

Sunna Víðisdóttir, GR stóð sig best af íslenska kvennalandsliðinu á 1. degi í Evrópumeistaramóti landsliða áhugamanna, sem fram fer í Helsingør Golf Club, í Danmörku. Hún lék á 1 undir pari og er T-8.

Næstbest var Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK en hún lék á sléttu pari, 72 höggum og er T-22.

Anna Sólveig Snorradóttir GK er T-93 en hún lék á 8 yfir pari, 79 höggum;  Karen Guðnadóttir, GS er T-103 en hún lék á  9 yfir pari 80 höggum; Ragnhildur Kristinsdóttir lék á 11 yfir pari, 82 höggum og Heiða Guðnadóttir GM rekur lestina en hún lék á 22 yfir pari, 93 höggum og er í 125. sæti.

Evrópumeistaramót landsliða áhugamanna stendur 7.-10. júlí 2015.

Þátttökuþjóðir eru 21, en fyrstu 36 holurnar er höggleikskeppni og að henni lokinni verður liðunum raðað í A, B og C riðil (8; 8; 5).

Eins og staðan lítur út nú verður Ísland ein af 5 þjóðum sem leikur í C-riðli, en liðið er í 18. sæti af 21 þátttökuþjóð; nema takist að snúa við blaðinu á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Evrópumeistaramóti landsliða áhugamanna, SMELLIÐ HÉR: