Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2018 | 01:30

Súkkulaðigolfkúlu Mastersleikur Golf 1 og Mosfellsbakarís

Golf 1 og Mosfellsbakarí efna hér til einfalds leiks í tilefni af Masters risamótinu.

Segið okkur á facebook síðu Golf 1 hver sigrar á Masters risamótinu 2018.

Aðeins má geta einu sinni.

Dregið verður úr réttum svörum, sem borist hafa fyrir kl. 12:00 á sunnudaginn nk.

3 aðilar, sem geta rétt upp á sigurvegara Masters risamótsins 2018, hljóta 1 pakka af súkkulaði golfkúlum frá Hafliða Ragnarssyni, konditor.  Golfkúlurnar verða sendar heim til sigurvegaranna.

Súkkulaði golfkúlur Hafliða Ragnarssonar konditors eru algert sælgæti og tilvalin tækifærisgjöf fyrir kylfinga!!!

Takið endilega þátt í einföldum og skemmtilegum leik!!!