Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2015 | 17:00

Styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum 4. júlí nk. að Jaðri

Skíðasamband Íslands stendur fyrir glæsilegu golfmóti þann 4. júlí að Jaðri hjá Golfklúbbi Akureyrar og verður leikfyrirkomulagið Texas Scramble. Mótið er styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum og mun ágóðinn af mótinu renna óskiptur til þeirra. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir 6 efstu sætin en þar á meðal verður veglegur ferðavinnigur frá Icelandair og úttekir hjá 66°Norður.

1.sæti – 2x 80.000 kr gjafabréf frá Icelandair
2.sæti – 2x Snæfell jakki frá 66°Norður
3.sæti – 2x Dolce Gusto kaffivél
4.sæti – 2x Setberg golfjakki frá 66°Norður
5.sæti – 2x Grettir golfjakki frá 66°Norður
6.sæti – 2x Árskort í Hlíðarfjall veturinn 2015/2016

Einnig verða nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins sem og fyrir lengsta teighögg á 6. braut ásamt happdrættisvinningum í lok móts.

 

SKI open styrktarmot 4 júlí 2015