Stundum gengur allt á afturfótunum í golfi!
Það lenda allir kylfingar í því, á einhverjum tímapunkti, að allt gangi á afturfótunum hjá þeim í hinni göfugu íþrótt golfsins.
Það er á þeim tímapunktum, sem mest reynir á karakter viðkomandi kylfings. Hvernig er brugðist við? Með blóti og ragni, með kylfukasti eða með hótunum um að hætta í golf, sem enginn “alvöru” kylfingur getur staðið við?
Sumir kylfingar kenna veðrinu um, á Íslandi er það þessi eilífi vindur eða rigningin eða þá hreint og beint snjór eða haglél, sem truflar; í Flórída helvítis hitinn, rakinn og moskítóflugurnar.
Þegar svo haft er í huga að jafnvel snillingarnir eins og Rory eða Henrik Stenson, henda frá sér kylfum í bræðiskasti, eftir misheppnað högg eða John Daly segist vera hættur vegna í golfi vegna þess að hann nær ekki niðurskurði í móti… þá liggur næst við að bregðast við eins og þeir bestu.
Nei, á stundum sem þessum er mikilvægt að renna ítrekað orðunum “ég geri bara betur næst”, líkt og möntru, um huga sér.
Það sem er nú einu sinni mest spennandi við golfið er “að ná sér aftur á strik”; að ná tilbaka höggum.
Sem lítið dæmi mætti nefna að eftir ergelsi vegna 9 högga “kjarnorkusprengju“ væri hvaða kylfingur sem er ánægður með fugl á næstu par-4 holu, af því að þá er hann búinn að ná tilbaka einu höggi. Síðan er keppst við að ná tilbaka öllum höggunum sem töpuðust á holunni dýru.
Gleðin stafar af því að sigrast er á sjálfum sér, þetta er það sem Þjóðverjar kalla “að sigrast á sínum innra svínahundi” (þýs: „den inneren Schweinehund überwinden.”)
Mörgum er í fersku minni glæsilegt spil Ólafs Björns Loftssonar, NK (nú GKG) á Íslandsmeistaramótinu í höggleik 2009, þegar hann þurfti 4 fugla á síðustu brautunum til þess að sigra … og gerði það!
Þetta er brot af sama meiði, þótt með öðru “tvisti” sé.
Eins kannast margir við að ekkert gangi í golfleik heilan hring, sem getur hreint aldeilis reynt á taugarnar og verið pirrandi, en síðan gerir eitt gott högg gæfumuninn og réttlætir tilvist viðkomandi í golfíþróttinni.
Sem dæmi er sagan af kylfingi sem spilaði hring á 124 höggum, en örninn á 17. brautinni, fékk viðkomandi til að gleyma slæma genginu á hinum brautunum 17!!!
Stundum þarf aðeins 1 gott högg til að réttlæta öll önnur á hringnum og svo er það góða við golfið … að það er alltaf annar hringur eða annað mót bakvið hornið!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
