Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 17:00

Stuart Scott látinn

Það eru margir Íslendingar, sem búsettir hafa verið í Bandaríkjunum sem kannast við Stuart Scott, en hann  var íþróttafréttamaður ESPN sjónvarpsstöðvarinnar, þ.e. í þættinum Sports Center sem hann stjórnaði með Richard Eisen sér við hlið.

Scott, sem aðeins varð 49 ára, þegar hann lést, hafði barist við krabbamein undanfarin 7 ár.

Scott var sjálfur mikill kylfingur og sagði eitt sinn að það hefði verið Tiger Woods, sem hefði fengið sig til að byrja.

Scott tók viðtöl við fjölmarga kylfinga allt frá Tiger til Blair O´Neal.

Íþróttaheimurinn er harmi sleginn og mátti m.a. lesa eftirfarandi samúðartvít kylfinga í dag:

Stuart wasn’t covering heroes & champions, it was the other way around. Thinking of my friend & his daughters.— Tiger Woods (@TigerWoods) January 4, 2015

(Lausleg þýðing: Stuart var ekki að taka viðtöl við hetjur & meistara, það var á hinn veginn. Ég hugsa til vinar míns & dætra hans.- Tiger Woods ((@TigerWoods) 4. janúar 2015)

A sad day. RIP Stuart. #BooYah— David Duval (@david59duval) January 4, 2015

(Lausleg þýðing: Sorgardagur. Hvíldu í friði Stuart #BooYah – David Duval (@david59duval) 4. janúar 2015)

Sad to hear the passing of Stuart Scott this morning. If was a privilege to wake up and watch him on SportsCenter. God bless his family.— Chesson Hadley (@chessonhadley) January 4, 2015

(Lausleg þýðing: Sorglegt að heyra um fráfall Stuart Scott í morgun. Það voru forréttindi að vakna og fylgjast með honum í SportsCenter. Guð blessi fjölskyldu hans – Chesson Hadley (@chessonhadley) 4. janúar 2015)

RIP @StuartScott One of the most kind, classy & courageous individuals I’ve met. My prayers are with his family. ?? pic.twitter.com/9zOXaKZWCy— Blair O’Neal (@BLAIRONEAL) January 4, 2015

(Lausleg þýðing: Hvíldu í friði @StuartScott Einn af elskulegustu, hugrökkustu mestu klassamönnum sem ég hef kynnst. Ég bið fyrir fjölskydu hans. Blair O´Neal (@BLAIRONEAL) 4. janúar 2015)

My thoughts and prayers are with the family of @StuartScott. You were an inspiration to all who knew you. You’ll be deeply missed. #ESPN— Paul Azinger (@PaulAzinger) January 4, 2015

Hugsanir mínar og bænir eru með fjölskyldu @StuartScott. Þú varst öllum hvatning sem þekktu þig. Þín verður sárt saknað. #ESPN— Paul Azinger (@PaulAzinger)  4. janúar, 2015)