Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2015 | 13:00

Strákarnir byrja vel á EM

Sex íslenskir áhugakylfingar hófu leik á morgun á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnús úr GR náði frábærum hring þar sem hann tapaði ekki höggi og fékk alls átta fugla.
Hann deilir efsta sætinu á 64 höggum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék síðari 9 holurnar á mögnuðu skori í dag, 29 höggum eða 7 höggum undir pari. Hann er samtals á -5 eða 67 höggum en Guðmundur lék fyrri 9 holurnar í dag á 38 höggum eða +2 og er hann jafn í 13. sæti. Guðmundur Ágúst fékk m.a. tvo erni á síðari 9 holunum.
Axel Bóasson úr Keili lék einnig vel í dag eða á 68 höggum -4. Hann deilir 20. sætinu.
Gísli Sveinbergsson (GK) lék á 75 höggum +3, Bjarki Pétursson (GB) var á 77 (+5) og Andri Þór Björnsson (GR) lék á 79 höggum (+7).

Staðan í mótinu:
Leikið er á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina.
Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fá keppnisrétt á þessu móti og er þetta metfjöldi hjá Íslendingum sem er ánægjuefni.
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands er með í för og verður keppendum til halds og trausts.
Haraldur Franklín og Ragnar Már Garðarsson úr GKG tóku þátt í fyrra á þessu móti þegar það fór fram í Skotlandi. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.