Strákarnir byrja vel á EM
Sex íslenskir áhugakylfingar hófu leik á morgun á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnús úr GR náði frábærum hring þar sem hann tapaði ekki höggi og fékk alls átta fugla.
Hann deilir efsta sætinu á 64 höggum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék síðari 9 holurnar á mögnuðu skori í dag, 29 höggum eða 7 höggum undir pari. Hann er samtals á -5 eða 67 höggum en Guðmundur lék fyrri 9 holurnar í dag á 38 höggum eða +2 og er hann jafn í 13. sæti. Guðmundur Ágúst fékk m.a. tvo erni á síðari 9 holunum.
Axel Bóasson úr Keili lék einnig vel í dag eða á 68 höggum -4. Hann deilir 20. sætinu.
Gísli Sveinbergsson (GK) lék á 75 höggum +3, Bjarki Pétursson (GB) var á 77 (+5) og Andri Þór Björnsson (GR) lék á 79 höggum (+7).
Staðan í mótinu:
Leikið er á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina.
Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fá keppnisrétt á þessu móti og er þetta metfjöldi hjá Íslendingum sem er ánægjuefni.
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands er með í för og verður keppendum til halds og trausts.
Haraldur Franklín og Ragnar Már Garðarsson úr GKG tóku þátt í fyrra á þessu móti þegar það fór fram í Skotlandi. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
